Mallorca :)

Sael öll sömul.

 Nuna erum vid Gunni buin ad vera a Mallorca a Playe de Palma i 5 daga. Thad er buid ad vera otrulega gaman, ströndin er geggjud og hotelid okkar er rosa flott lika, erum i ibud sem er rosa fin, erum sidan med morgunmat og kvöldmat innifalinn tanning ad vid bordum mikid i matsalnum, miklu odyrara og lika rosa gott og allskonar matur til ad borda. Vildum nu nefna thad ad einn morguninn tegar vid vorum ad fara a stja tha maetti eg Hugrun einum risa kakkalakka sem eg hef sed a aevi minni, eg stökk haed mina thegar eg sa hann. Hann var BARA ogedslegur. Seinna um kvöldid thegar vid vorum ad fara ad hatta tha maettum vid einum ödrum risa kakkalakka, hann flaug mikid og hatt, vid vissum ekkert hvad vid attum ad gera, reyndum ad opna ut en hann for ekkert, thetta var bara skelfileg padda:( sidan kom folk og hjalpudu okkur med tvi ad sla hann med handklaedi....madur var rennandi sveittur eftir thessa lifsreynslu:)!!!!!

Vildum svona adeins lata vita af okkur. Thad er rosa heitt ALLTAF og mikil sol.

Heyrumst.

KV, Hugrun og Gunnar


Það er allt að gerast...

Sæl...

Það er margt búið að gerast í kringum mann núna þessa dagana, jarðskjálfti, Fluga mín átti bleikblesótta hryssu og Marsibil og Guðjón áttu dóttur í morgun.  Þetta er alltaf svo gaman þegar einstaklingar eru að koma í heiminn. Elsku Marsibil og Guðjón, innilega til hamingju með prinsessuna ykkar.

Ég er núna búin að hjóla tvisar í vinnunna og heim aftur. Þetta er nokkuð langt sko, er að hjóla úr Fossvoginum og lengst niður á Hringbraut í JL, það tekur um 30 mín. að hjóla í vinnuna en aðeins lengur heim vegna þessa að það er alltaf mótvindur. Þannig að maður er vel búin á því þegar maður er mættur heim til sín:) Þetta er samt mjög hressandi, maður verður flottur í sumar. Við líka erum að fara til Mallorca í júlí í tvær vikur og ég get ekki beðið takk fyrir...þrái frí....!!!!!Fór strax að vinna eftir prófin og er búin að fá eina helgi í frí, ætla að djöflast í vinnunni þangað til að ég er komin í frí. 

Þetta er nóg í bili, ætla að setja tærnar uppí loft og hvíla mig:)

Farið vel með ykkur.

Kv; Hugg 


Sumar og sól...Einkunnir komnar í hús:)

Góðan daginn.

Ég fór á fætur snemma í morgun og tók til í fötunum mínum og setti í ruslapoka sem ég nota ALDREI...það er alltaf svo erfitt að koma sér í svona verk, en gott þegar þau eru búin. Tounge næst á dagskrá er að reyna að fara í geymsluna og laga til þar, en í því verki ætla ég ekki að vera ein, kallinn fær sko og hjálpa mér í þvíDevil það verður einhver helgi tekin í það:)

En já, í hádeginu fór ég og sótti einkunnir og ritgerðina mína, minns var með eina 10, eina 9 og þrjár 8, ég var ekkert smá ánægð með þetta. Ég fékk 8 fyrir ritgerðina mína, ég var líka frekar stressuð hvað ég myndi fá, en ég er mjög sátt, rosa gott að þessu verki sé lokiðGrin 

Núna er ég byrjuð að vinna á fullu í JL og það er alltaf nóg að gera á þeim stað og alltaf sama stuðið. Við Gunni erum að gæla við að fara kannski í viku á Mallorca, erum að spá í því, það væri yndislegt að fá smá sól og leti.

Vildi aðeins láta vita af mér....

Kv; Hugrún Bj. 


Vorið er komið:)

Góðan daginn.

Ég myndi segja að vorið sé komið, það er svo yndislegt að vakna á morgnana og heyra í fuglunum og sjá góðu birtuna sem skýtur sér inn um gluggana snemma dags. Hlakka svo til að fá sumariðGrin

Maður er nú ekki mjög virkur í þessum bloggheimi, það er líka búið að vera brjálað að gera hjá kjellunni, er búin að vera að vinna í lokaritgerðinni minni hún er um 30 bls. þetta er crasy vinna skal ég segja ykkur, ég held að ég hafi klárað hana síðasta föstudag, kom henni svo til mágkonu minnar til að lesa yfir og leiðbeina mérBlush. Á föstudagskvöldinu var svo fengin sér góða pizzu og drifið sig í pool með kallinum, það var ótrúlegt stuð. Og þar að auki prófaði ég að spila einn leik í spilakössunum og haldiði ekki að mín hafi ekki unnið bara 4000,- kr. var ótrúlega ánægð með það. En það verður aldrei spilað á þetta afturTounge. Það eru nefnilega svoldið margir sem missa sig í þessu og fá spilafíkn.

Yndislega litla frænka mín var skírð rétt fyrir páska, hún fékk nafnið Katla Steinunn. Það fer henni ótrúlega vel og hún er sátt með þaðGrin

Okkur langar svo út til sólarlanda eða bara gera eitthvað svoleiðis skemmtilegt í sumar, en maður verður víst að geyma það og safna sér peninga þangað til að ástandið lagist. Það er alltaf hægt að fara út, og gera eitthvað skemmtilegt. Greyið fólkið sem er með lán, sérstaklega þessu erlendu lán, þetta er ekki gott fyrir það. Shocking

Jæja, þetta er ágætt í bili, get ekki beðið þangað til skólinn er búinn,  það er ekkert eftir af honum, svo byrjar verknámið í haust og ég fer að vinna á Lansa:) hlakka tilWhistling

Ég setti 3 nýjar myndir, ótrúlegt en satt. Endilega kíkið:) 

Þið farið bara varlega.

Kv; Hugrún Bjarna.Kissing


Lítil frænka mætt í heiminn:)

Góða kvöldið.

Ég held að það sé komið tími nýtt blogg....ég eignaðist yndislega frænku á sunnudaginn 3. feb. Hún var 12 merkur og 50 cm...algjört písl en endalaust falleg og sætGrin ufff....maður er að missa sig í þessuBlushheheh...en já, öllum heilsast vel og allir kátir.

Það er mikið að gera hjá mér, vinna og skólinn og ég er að fara að skrifa lokaritgerð í mínu námi, uff...hún skelfir mig en ég tek á henni eins og öðru. ...Við Gunni fórum í dag og versluðum risa hornsófa með svefnsófa í og það er ótrúlega mikil breyting á einni lítilli íbúð með risa sófa í sér, heheheh....hann er bara þægilegur. Núna á maður ekki eftir að hreyfa sig úr honum  Blush Það er crasy veður úti og það er bara gott að kúra hér í nýja sófanum með kertaljós:)

Bið að heilsa ykkur.

Kv; Hugrún 


Gleðilegt nýtt ár:)

Sæl öll sömul og gleðlegt nýtt ár, þakka liðna:)

 Af mínum er allt gott að frétta, gekk ótúlega vel á jólaprófunum, var með tvær 9 og þrjár 8, hef aldrei á ævi minni fengið svona góðar einkunnir:) ufff...ég trúði ekki einkunnablaðinu þegar ég fékk það, en það var mikil gleði. Núna á ég bara eftir tvær annir eftir, ég verð orðin Lyfjatæknir jólin 2008, það er ótrúlegt hvað þetta er búið að líða fljótt:)

Ég er byrjuð aftur í skólanum og er að vinna með, þannig að það er nóg að gera. Svo er lítill bumbubúi að fara að koma í heiminn hjá bróður mínum, mamman er skráð 1.feb, en ég held að litli eigi eftir að koma fyrr:) Er spennt fyrir því ;)

Nýja árið leggst vel í mig, og hlakka ég til þess á að taka á við það;)

Þetta er ágætt í bili.

Kv; Hugrún 


Amma mín er 80 ára í dag:)

Góðan daginn.

Amma mín er 80 ára í dag og innilega til hamingju með daginn elskan mín.Wizard 

Erum öll fjölsk. að fara út að borða á Lækjarbrekku í kvöld. Hlakka til að vera í faðmi fjölskyldunnar minnar og borða góðan matTounge

Þetta verður ekki lengra.

Kv; Hugrún Bj. 


18. Okt. er í dag:)

Góða kvöldið.

Held að það sé kominn tími á smá blogg, af  mínum er allt gott að frétta, allir heilbrigðir og sáttir:) Kamilla Mist litla frænka mín átti afmæli í gær og var 4. ára, til hamingju með það sæta mín. Marsibil sæta vinkona er 24 ára í dag. Allt að gerast.

Bjarni bró var að kaupa bakarí og ég er með tengil inn á það hér á síðunni, endilega kíkiði og pantið köku, rosa gott. Gerir allskonar tertur fyrir öll tilefni:)Tounge 

Framundan er fríhelgi, það er næs maður:)

Segi bara góða helgi.

Kv; Hugrún Bj. 


Senn líður að skólinn byrji aftur.

Sæl.

Er ekki kominn tími á smá blogg, ég held það:)

Skólinn er að byrja á miðvikudaginn, mér finnst svo stutt síðan að ég var að fagna því að vera kominn í sumarfrí, en tíminn líður víst hraðar eftir því sem við eldumst, svona er þetta bara:) en mér finnst haustið æðislegur tími, það er svo stillt og gott veður og gróðurinn fær svo skemmtilega mynd á sig, allskonar litur á laufunum, rosa flott:)

Langaði að tala um eitt. Það var í fréttunum um daginn að fólkið sem býr í Skerjafirðinum væri orðið svo þreytt á þyrluhávaða, þegar þær eru semsagt að koma og lenda á Reykjarvíkurflugvelli.  Núna er ég að leigja í fossvoginum og bý rétt fyrir ofan gamla Borgarspítalann, í nótt hrökk maður upp við Landhelgisgæsluna, semsagt þyrluna og vissi að það væri verið að koma með einhvern mikið slasaðan á sjúkrahúsið, mér verður alltaf svo illt í hjartanu og bið fyrir þessu fólki og vona að það verði allt í lagi.Crying Maður á svo erfitt með svefn eftir að hún er farin. Svo sá maður í morgun á mbl.is að það var náð í stórslasaða konu á Snæfellsnesinu.

Ég vorkenni þessu liði ekki neitt sem býr þarna í þessum Skerjafirði, það velur sjálft að það vill búa þarna:) þeirra vandamál. Hehehe....

Á morgun er Menningarnótt í Reykjavík, þá verða allir voða kátir og fara í bæinn. Um þessa helgi verð ég að vinna og ætla að slappa af þar á milli.

Ég segi bara góða skemmtun öll sömul sem eiga leið sína í bæinn á morgun og farið hægt um gleðinnar dyrGrin

 

Kv; Hugrún Bj. 

 

 


Vel heppnað Reunoin:)

Góða kvöldið.

Nú er reunoinið afstaðið og maður er rétt að ná sér núna, það var vel tekið á því á rosa sveitaballi með Svörtum fötum í Íþróttahúsinu:) Þetta var frábær helgi og vil ég þakka öllum sem mættu á reunoinið, þetta var bara gleði:)

Hef ekki mikið að babbla um, er bara að vinna á fullu og safna peningum, það verður líka svoldið um bloggfrí hjá mér í sumar, nenni ekki mikið að hanga í tölvunni:)

Bið að heilsa og hafið það gott:)

Kv; Hugrún Bj. 


Næsta síða »

Um bloggið

Hugrún Bjarnadóttir

Höfundur

Hugrún Bjarnadóttir
Hugrún Bjarnadóttir
Hreinræktuð, rauðhærð sveitastelpa:)
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Skírnarkakan. Ótrúlega flott...
  • Bjarni, Ásbjörg og Katla Steinunn.
  • Katla Steinunn og ég.
  • Hjúin
  • Er á svokallaða Laugarvegi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband