15.3.2007 | 17:01
Veikindi :(
Sælir góðir hálsar.
Á þessu heimili standa veikindi, ekki gaman. Mikill slappleiki. Ég treysti mér ekki í skólann í morgun, ákvað að sofa lengur og hvíla mig vegna þess að ég ætla ekki að vera veik um helgina, það er vinnuhelgi Gunni er líka búinn að vera mjög lasinn greyið.
Jolie er víst komin með einn krakkann í viðbót, hvenær stoppar hún þessum ættleiðingum, maður spyr sig.
Ég og minn ástkæri maður erum að fara á sólarströnd í 2 vikur í sumar, til þess algjörlega að slappa af og eftir því get ég valla beðið. Jei, jei....ég get heldur ekki beðið eftir því að klára vorprófin og komast í sumarfrí frá skólanum, er orðin örlítið þreytt á honum, jæja, ætla núna að einbeita mér að reyna hressast, nenni ekki að vera lasin, aarrrggg....
Kv: Hugrún Bjarnadóttir
Um bloggið
Hugrún Bjarnadóttir
Tenglar
Bakarí bróður míns:) Endilega kíkið...
Síðurnar sem ég skoða:)
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.3.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já sko.... Jolie fær ekkert hjá Brad núna víst.... hann er alltaf að hringja í Jen..... Grasið er ekki grænna hinumegin......
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, 15.3.2007 kl. 22:40
ohh hvað ég öfunda þig með það að fara á sólarströnd!!!
Það er bara nýtt útlit hvert skipti sem ég kíkji hingað inn. þú ert svo dugleg!!
Vorum fyrir sunnan um daginn, það hefði verið gamann að hitta þig enn tíminn er ekkert smá fljótur að líða og maður getur ekki gert helminginn af því sem manni langaði að gera svona á einni helgi.
Kveðja Olla
Olla (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 23:23
Sæl Olla mín:) það hefði verið gaman að sjá ykkur:)
Ætlaru ekki að fara að fá þér svona blogg eins og ég?
Hugrún Bjarnadóttir, 16.3.2007 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.