8.4.2008 | 10:44
Vorið er komið:)
Góðan daginn.
Ég myndi segja að vorið sé komið, það er svo yndislegt að vakna á morgnana og heyra í fuglunum og sjá góðu birtuna sem skýtur sér inn um gluggana snemma dags. Hlakka svo til að fá sumarið
Maður er nú ekki mjög virkur í þessum bloggheimi, það er líka búið að vera brjálað að gera hjá kjellunni, er búin að vera að vinna í lokaritgerðinni minni hún er um 30 bls. þetta er crasy vinna skal ég segja ykkur, ég held að ég hafi klárað hana síðasta föstudag, kom henni svo til mágkonu minnar til að lesa yfir og leiðbeina mér. Á föstudagskvöldinu var svo fengin sér góða pizzu og drifið sig í pool með kallinum, það var ótrúlegt stuð. Og þar að auki prófaði ég að spila einn leik í spilakössunum og haldiði ekki að mín hafi ekki unnið bara 4000,- kr. var ótrúlega ánægð með það. En það verður aldrei spilað á þetta aftur. Það eru nefnilega svoldið margir sem missa sig í þessu og fá spilafíkn.
Yndislega litla frænka mín var skírð rétt fyrir páska, hún fékk nafnið Katla Steinunn. Það fer henni ótrúlega vel og hún er sátt með það
Okkur langar svo út til sólarlanda eða bara gera eitthvað svoleiðis skemmtilegt í sumar, en maður verður víst að geyma það og safna sér peninga þangað til að ástandið lagist. Það er alltaf hægt að fara út, og gera eitthvað skemmtilegt. Greyið fólkið sem er með lán, sérstaklega þessu erlendu lán, þetta er ekki gott fyrir það.
Jæja, þetta er ágætt í bili, get ekki beðið þangað til skólinn er búinn, það er ekkert eftir af honum, svo byrjar verknámið í haust og ég fer að vinna á Lansa:) hlakka til
Ég setti 3 nýjar myndir, ótrúlegt en satt. Endilega kíkið:)
Þið farið bara varlega.
Kv; Hugrún Bjarna.
Um bloggið
Hugrún Bjarnadóttir
Tenglar
Bakarí bróður míns:) Endilega kíkið...
Síðurnar sem ég skoða:)
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl væna spræna...
Jú verðum að fara að hittast... þetta gengur ekki lengur!!! Til hamingju með Kötlu, litlu frænku...
Knús og til hamingju með að vera búin með ritgerðina!
Hanna sín
Hanna Panna (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.