21.5.2008 | 15:06
Sumar og sól...Einkunnir komnar í hús:)
Góðan daginn.
Ég fór á fætur snemma í morgun og tók til í fötunum mínum og setti í ruslapoka sem ég nota ALDREI...það er alltaf svo erfitt að koma sér í svona verk, en gott þegar þau eru búin. næst á dagskrá er að reyna að fara í geymsluna og laga til þar, en í því verki ætla ég ekki að vera ein, kallinn fær sko og hjálpa mér í því það verður einhver helgi tekin í það:)
En já, í hádeginu fór ég og sótti einkunnir og ritgerðina mína, minns var með eina 10, eina 9 og þrjár 8, ég var ekkert smá ánægð með þetta. Ég fékk 8 fyrir ritgerðina mína, ég var líka frekar stressuð hvað ég myndi fá, en ég er mjög sátt, rosa gott að þessu verki sé lokið
Núna er ég byrjuð að vinna á fullu í JL og það er alltaf nóg að gera á þeim stað og alltaf sama stuðið. Við Gunni erum að gæla við að fara kannski í viku á Mallorca, erum að spá í því, það væri yndislegt að fá smá sól og leti.
Vildi aðeins láta vita af mér....
Kv; Hugrún Bj.
Um bloggið
Hugrún Bjarnadóttir
Tenglar
Bakarí bróður míns:) Endilega kíkið...
Síðurnar sem ég skoða:)
Bloggvinir
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með þessar frábæru einkunnir!! Ekkert smá flott hjá þér :)
Marsibil (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.