Gott páskafrí fyrir norðan.

Sæl öll sömul.

Ég held að það sé kominn nýr tími á bloggfærslu:) hehehe....maður er alltaf eitthvað upptekin:( en, já, páskafríið var mjög fínt, fórum norður í algjöra afslöppun, það var borðað bara góðan mat að hætti mömmu og svo fékk maður smá hrossailm í nasir, það er það sem toppar allt, að komast á bak og slaka á úti í náttúrunni, ótrúlega gott. Við fórum í rosalangann reiðtúr á laugardeginum, vorum komin seint heim og algjörlega búin, fengum okkur gott að borða og spiluðum smá fram á kvöldið þá fórum við að sofa, semsagt við fórum ekki á Móti sól ball sem var í Félagsheimilinu um þetta kvöld, orkan var búin eftir að vera að djöflast í hrossunum...en það er líka bara næs og gaman...við vorum komin aftur í bæinn á páskadagskvöldi vegna þess að ég þurfti að vinna annan í páskum. .....svo byrjaði skólinn aftur eftir fríið með fullt af allskonar prófum og svo byrja lokaprófin á fullu 30 apríl og ég get ekki beðið eftir því að klára þau, tek síðast 14 maí....Svo verð ég að vinna á fullu þangað til 30 maí og þá er ég að fara út...það verður snilld:) heheheh....

En ég vildi deila með ykkur að ég fór til tannlæknis um daginn, ég opnaði munninn, hann tók myndir, tók tannstein og sagði mér að vera duglegri að nota tannþráð og svo þakkaði ég honum fyrir og þurfti að borga 9840 kr. ég fékk næstum því hjartaáfall, uff...ég hélt að afgreiðslustúlkan væri e-ð að misskilja, en nei...fátæki námsmaðurinn tók upp pening og borgaði þetta, uff...ég er ennþá í sjokki yfir þessu, en við verðum að hugsa vel um tennurnar okkar, og hana nú! Farið varlega elskurnar mínar.

Ætla að enda þessu færsu með smá gátu...

Hvað er það sem stendur í miðri Reykjavík og fæst í apóteki???

Svar óskast:)

Kv; Hugrún Bjarna...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sé að páskafríið þitt hefur verið skemmtilegt fyrir norðan...mitt var líka skemmtilegt á Kanarí :D újé
ég veit svarið við þessari gátu því að þú sagðir mér það haha
vona að það sé gaman í skúlen án mín :(
kv lasarusinn

Magga (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 12:36

2 identicon

 Hæ hæ sæta mín! Ég var að skoða myndirnar þínar, flottar myndir!!! Gangi þér osssa vel í prófunum... ég veit ekki svarið við gátunni... hehe  Sjáumst vonandi eitthvað í sumar, bið að heilsa the others

Fanneyjan (IP-tala skráð) 24.4.2007 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugrún Bjarnadóttir

Höfundur

Hugrún Bjarnadóttir
Hugrún Bjarnadóttir
Hreinræktuð, rauðhærð sveitastelpa:)
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Skírnarkakan. Ótrúlega flott...
  • Bjarni, Ásbjörg og Katla Steinunn.
  • Katla Steinunn og ég.
  • Hjúin
  • Er á svokallaða Laugarvegi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 317

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband