Verkalýðsdagurinn

Góðan daginn og til hamingju með daginn:)

Núna eru blessuð prófin byrjuð. Er búin með eitt af fimm. Fór í próf í gær sem var úr lyfjalögum og reglum. Uff, það er bara stress, við erum með risa möppu fulla af lögum og svo eigum við að finna þau sem fyrst, skrifa mjög hratt, láta ekki hina trufla sig sem eru með sínar möppur, það eru mikil læti í blöðunum, það er mjög algengt að maður nái ekki að klára prófið vegna tíma. Ég náði að klára mitt og gerði mitt besta, annað getur maður ekki en þetta gekk örugglega alveg:)
Síðasta helgi var æðisleg, Guðrún Ósk var fermd, þetta var æðislegur dagur, mikill hiti og sól. Ég fór í kirkjuna og þetta var fín athöfn, hugsaði mikið um það að það eru komin 10 ár síðan að ég fermdist, vá, tíminn er ótrúlega fljótur að líða. Ég fór norður á föstudeginum og var að vinna á fullu fyrir veisluna, það var sko nóg að gera, lítið sofið. Ég var lika ótrúlega búin á því þegar ég þurfti að fara að keyra suður, hefði verið lengur fyrir norðan ef ég hefði ekki þurft að fara í próf, en allt gekk vel og ég fór beint uppí rúm þegar ég var komin alveg búin á því, en mjög sátt með að þetta tókst allt mjög vel og Guðrún var ánægð, að skpti mestu máli:)
Svarið við gátunni minni var J eða efnið JOÐ:) gaman af því.

Jæja, næstu dagar fara í próflestur og vil ég segja gangi ykkur vel sem eru í sömu sporum og við.

Kv; Hugrún Bj.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Fanney Valgeirsdóttir

Vá þetta próf hljómar alveg eins og prófin mín, eitt stresskast í beinni. En gaman að sjá að þú ert með lífsmarki

Linda Fanney Valgeirsdóttir, 4.5.2007 kl. 11:43

2 identicon

Hæhæ elskan mín

Gleymdi alltaf að þakka fyrir síðast! Takk og gaman að sjá þig loksins :)

Herðu, ertu ekki að grínast? Guðrún Ósk fermd?? Oh my god... Ég gleymi því aldrei þegar ég heyrði ljótustu orð í heimi frá henni, hún var bara lítil þá.. "herfa herfa, láttu þig hverfa".... mannstu???

Svo annað, var að kenna Kristínu litlu "Hæ Gosa" og það er geðveikt fyndið!!! Hugsa alltaf um það þegar ég grét úr hlátri í efri kojunni þinni og næstum búin að míga á mig... Æjæjæj góðir tímar :)

Kiss kiss

Hanna sín

Hanna sín (IP-tala skráð) 4.5.2007 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hugrún Bjarnadóttir

Höfundur

Hugrún Bjarnadóttir
Hugrún Bjarnadóttir
Hreinræktuð, rauðhærð sveitastelpa:)
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Skírnarkakan. Ótrúlega flott...
  • Bjarni, Ásbjörg og Katla Steinunn.
  • Katla Steinunn og ég.
  • Hjúin
  • Er á svokallaða Laugarvegi

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband